Ath. allar myndir sýndar hér voru teknar fyrir COVID-19 tímabilið
72955221_2315817165184229_55254421274225
82817052_2538961412869802_42783567032562
68701583_2239166572849289_63736502408424
ML-TÍMAR OG BEKKJARMÓT
ML-tímar eru íþróttatímar fyrir alla nemendur. Mæting er alltaf valfrjáls og eru tímarnir utan skólatíma. Íþróttaformenn skipuleggja tímana og sjá um að halda þá í íþróttahúsinu. Þeir eru klukkutími hver og dagskráin fjölbreytt þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mánaðarlega eru haldnar keppnir milli bekkja í ýmsum hópíþróttum, t.d. í fótbolta, körfubolta eða bandý.
58796890_2025358024230146_73505230632108
57444664_2025364464229502_84932261920804
58763418_2025362064229742_43972866540799
ML-TRÖLL OG SKESSA
Íþróttaformenn sjá einnig um krafta-keppnina ML-tröll og skessa. Í krafta-keppninni sem haldin er á vorönn, er keppt í allskonar þrautum, t.d. að draga bíl, bera lóð og að færa önnur þyngsli fram og til baka. Sigurvegararnir tveir, einn strákur og ein stelpa, eru svo krýnd ML-tröll og ML-skessa.
53728813_1953323574766925_88824291147623
54279561_1953323421433607_92115239916116
83706689_2562199313879345_80231503924245
BÖLLIN
Nemendafélag Mímis heldur að jafnaði fjögur böll á hverju skólaári. Fyrsta ballið er nýnemaballið, þar sem nýnemum er fagnað og þeir boðnir velkomnir í skólann. Annað ball er haldið á haustönn og tvö önnur á vorönn og eru þau ekki síður skemmtileg.
IMG_0557_edited
IMG_0687_edited
LEIKRIT
Á hverju ári kemur saman leikhópur í ML og æfir leikrit sem verður sýnt í mars. Skipst er á árlega að hafa stórt og lítið leikrit, þ.e. litíð leikritið sem sýnt er einungis innan skólans og stórt leikrit sem verður með sýningar um suðurlandið. Síðasta leikritið var byggt á myndinni Með Allt á Hreinu (1982) og fékk það mörg áhorf um allt suðurland.
53276108_1953208868111729_33272677893364
54415263_1953207601445189_63032425112466
54210451_1953208878111728_37120570919558
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíðin er haldin í mars. Í boði er þriggja rétta máltíð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Árshátíðarformenn ráða veislustjóra og velja þema fyrir árshátíðina. Hver bekkur semur skemmtiatriði sem þau flytja fyrir hina bekkina. Eftir kvöldmatinn er haldið lítið ball.
66325771_10215249235449098_6111300963954
66316369_10215249266369871_4022069278785
66380149_10215249242289269_3045364428292
BUBBA
Bubba er útilega nemendafélagsins sem haldin er í sumarfríinu. Útilegan er heil helgi, frá föstudegi til sunnudags og er yfirleitt haldin í byrjun júlí. Bjóða má fyrrverandi ML-ingum eða tilvonandi ML-ingum. Bubba er góð leið fyrir nemendur að halda tengingu um sumrin og kynnast nýju nemendunum áður en komið er í skólann.
60208301_2045163512249597_45190402924976
81007930_2487380374694573_33657732921315
60347804_2045166038916011_68370847884032
VATNSSLAGUR OG SNJÓSTRÍÐ
Vatnsslagurinn er haldinn í lok árs. Skaffaðar eru fötur og HELLINGUR af vatni. Fólk sleppir ekki þurrt úr þessum slag. Svo er bara allt brjálað og vatni skvett út um allt.
Snjóstríðið er haldið að vetri til þegar veður leyfir. Fólk klæðir sig upp í hlýjustu fötin sín og halda svo út að kasta snjóboltum í skólafélaga sína. Aftur er það fyrsti bekkur á móti rest.
75349172_2388016744630937_60342050039110
75223718_2388018857964059_68392569809980
72667407_2388018317964113_82431918749201
BLÍTT OG LÉTT
Blítt og létt er söngkeppni skólans sem haldin er á haustönninni. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu og er sama dag og kynningardagur ML, þegar krakkar úr ýmsum grunnskólum á suðurlandi koma og skoða skólann og kynnast honum, þannig það er fullt af áhorfendum á keppninni.
50946208_1882217971877486_15616764026153
51054747_1882221518543798_11368235505696
51515981_1882220218543928_87386281550838
SKALLINN
Skallinn er dragkeppni og ball sem eru haldin er í skólahúsnæðinu. Allir geta tekið þátt í keppninni og sigurvegararnir eru krýndir drag-kóngur og drag-drottning og fá með því einhverja vinninga. Eftir það er lítið ball haldið í N-stofu skólans.