ML-TÍMAR OG BEKKJARMÓT
ML-tímar eru íþróttatímar fyrir alla nemendur. Mæting er alltaf valfrjáls og eru tímarnir utan skólatíma. Íþróttaformenn skipuleggja tímana og sjá um að halda þá í íþróttahúsinu. Þeir eru klukkutími hver og dagskráin fjölbreytt þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mánaðarlega eru haldnar keppnir milli bekkja í ýmsum hópíþróttum, t.d. í fótbolta, körfubolta eða bandý.
ML-TRÖLL OG SKESSA
Íþróttaformenn sjá einnig um krafta-keppnina ML-tröll og skessa. Í krafta-keppninni sem haldin er á vorönn, er keppt í allskonar þrautum, t.d. að draga bíl, bera lóð og að færa önnur þyngsli fram og til baka. Sigurvegararnir tveir, einn strákur og ein stelpa, eru svo krýnd ML-tröll og ML-skessa.
BÖLLIN
Nemendafélag Mímis heldur að jafnaði fjögur böll á hverju skólaári. Fyrsta ballið er nýnemaballið, þar sem nýnemum er fagnað og þeir boðnir velkomnir í skólann. Annað ball er haldið á haustönn og tvö önnur á vorönn og eru þau ekki síður skemmtileg.
LEIKRIT
Á hverju ári kemur saman leikhópur í ML og æfir leikrit sem verður sýnt í mars. Skipst er á árlega að hafa stórt og lítið leikrit, þ.e. litíð leikritið sem sýnt er einungis innan skólans og stórt leikrit sem verður með sýningar um suðurlandið. Síðasta leikritið var byggt á myndinni Með Allt á Hreinu (1982) og fékk það mörg áhorf um allt suðurland.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíðin er haldin í mars. Í boði er þriggja rétta máltíð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Árshátíðarformenn ráða veislustjóra og velja þema fyrir árshátíðina. Hver bekkur semur skemmtiatriði sem þau flytja fyrir hina bekkina. Eftir kvöldmatinn er haldið lítið ball.
BUBBA
Bubba er útilega nemendafélagsins sem haldin er í sumarfríinu. Útilegan er heil helgi, frá föstudegi til sunnudags og er yfirleitt haldin í byrjun júlí. Bjóða má fyrrverandi ML-ingum eða tilvonandi ML-ingum. Bubba er góð leið fyrir nemendur að halda tengingu um sumrin og kynnast nýju nemendunum áður en komið er í skólann.
VATNSSLAGUR OG SNJÓSTRÍÐ
Vatnsslagurinn er haldinn í lok árs. Skaffaðar eru fötur og HELLINGUR af vatni. Fólk sleppir ekki þurrt úr þessum slag. Svo er bara allt brjálað og vatni skvett út um allt.
Snjóstríðið er haldið að vetri til þegar veður leyfir. Fólk klæðir sig upp í hlýjustu fötin sín og halda svo út að kasta snjóboltum í skólafélaga sína. Aftur er það fyrsti bekkur á móti rest.
BLÍTT OG LÉTT
Blítt og létt er söngkeppni skólans sem haldin er á haustönninni. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu og er sama dag og kynningardagur ML, þegar krakkar úr ýmsum grunnskólum á suðurlandi koma og skoða skólann og kynnast honum, þannig það er fullt af áhorfendum á keppninni.
SKALLINN
Skallinn er dragkeppni og ball sem eru haldin er í skólahúsnæðinu. Allir geta tekið þátt í keppninni og sigurvegararnir eru krýndir drag-kóngur og drag-drottning og fá með því einhverja vinninga. Eftir það er lítið ball haldið í N-stofu skólans.