top of page

​Félagslíf

Menntaskólinn að Laugarvatni er heimavistarskóli sem hefur sitt að segja þegar kemur að félagslífi nemenda. Nemendur velja sér herbergisfélaga eða velja að deila herbergi með bekkjarfélaga að handahófi sem gæti orðið vinur til framtíðar. Það getur verið mjög þroskandi ferli að læra að deila herbergi með öðrum. En ef nemandi er ekki tilbúinn í það ferli er einnig hægt að fá að vera einn í herbergi. 

Á svæðinu eru þrjár heimavistir; Kös, Nös og Fjarvist. Hver heimavist er með setustofu þar sem nemendur geta hist til að spila, læra eða jafnvel bara spjalla. Einnig eru ískápur, samlokugrill og hraðsuðuketill á öllum setustofum. 

Heimavistirnar og bekkjarkerfið gerir nemendur mjög nána og góða vini. 

Auk félagslífsins á heimavistunum er alls konar skemmtilegt skipulagt utan skóla til að halda félagslífinu gangandi, til að mynda bekkjarmót í allskonar íþróttum, litlu jól og alls konar öðruvísi viðburðir sem lesa má meira um undir "viðburðir" hérna ofar á síðunni. 

stigamyndNadaka (170 of 176).jpg
bottom of page