top of page
Search
  • mimirlaugarvatn

Félagslífið komið á gott ról!

Updated: Feb 14, 2021

Þessa dagana eru stjórnarskipti nemendafélagsins Mímis á næsta leiti og því mikið að gerast. Frambjóðendur eru með áróður, halda framboðsræður og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sannfæra samnemendur sína til að kjósa sig. Allt þetta hefur þurft að fara fram með breyttum hætti til að fara eftir tilmælum Almannavarna en gengur þó vel.

Nemendur með nýja grænfánann

26. janúar tók umhverfisnefnd ML við fimmta grænfána skólans. Umhverfisnefndin fundar reglulega og veltir fyrir sér hverju má breyta og hvað má fara betur í allskyns málum tengdum umhverfisvernd.


Fimmtudag og föstudag 11. og 12. febrúar var kórinn með litlar kórbúðir innan skólans. Kórfélögum var skipt niður í hópa og annars vegar sungu með kórstjóra eða sinntu hópefli til að hrista saman hópinn.

Mynd frá snjóboltastríðinu 2021

Fimmtudaginn 11. febrúar klæddu nemendur sig í sín hlýjustu föt og skelltu sér út í snjóstríð. Snjórinn var mjúkur og fullkominn fyrir snjóboltamótun. Nemendum þótti mjög gott að komast út að leika og skemmtu sér allir mjög vel.


Föstudaginn 12. febrúar var dansað gegn ofbeldi í sölum skólans. „Milljarður rís“ er

mikilvægt málefni gegn kynbundnu ofbeldi og fólk um allan heim tekur smástund úr degi sínum til að dansa. Þátttaka var góð en vel passað upp á allar sóttvarnir.

26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page