top of page
Search
  • mimirlaugarvatn

Snjóslagur Menntaskólans að Laugarvatni


Þar sem sóttvarnarlögum hafa verið slakað og gott veður var úti þá gátum við nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni loksins haldið okkar árlega snjóslag þann 31. janúar, en þetta hefur verið hefð í fjölda mörg ár hjá skólanum. Nemendur söfnuðust saman á túninu fyrir framan Kös og höfðust leikarnir. Hefðin hefur verið að fyrsti bekkur keppir á móti öðrum og þriðja bekk. Mætingin hjá bekkjunum var mjög skipt og hefði fyrsti bekkur mátt standa sig aðeins betur.

Mikil gleði ríkti hjá nemendum við þennan viðburð og hefur hann alltaf verið mjög vel sóttur. Það má alveg segja að þetta var einmitt það sem nemendur þurftu til að koma félagslífinu aftur í almennan farveg. Niðurstöðurnar voru þær að annar og þriðji bekkur höfðu vinninginn þetta árið.


Umsjón

Jóhannes Torfi Torfason og Margrét Inga Ágústsdóttir

22 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


bottom of page