top of page
Search
  • mimirlaugarvatn

Þvílík önn!


Heil og sæl, mig langaði aðeins að rifja upp hvernig félagslífið í Menntaskólanum að Laugarvatni hefur verið síðan ný stjórn var kjörin þetta árið, og mig langar svo að taka ykkur með í þetta litla tímaflakk. Hérna er upprifjun pistlanna sem Ritnefndarformaður og Vef- og markaðsformaður hafa gefið út eftir aðalfund. Kíkjum á hvað var brallað :)


Það var mikil stemning á stjórnarskiptunum og spennan ríkti í loftinu þegar úrslit kosninga láu fyrir. Nýja stjórnin er: Stallari: Agnes Fríða, Varastallari: Hekla Dís, Gjaldkeri: Ástrós Eva, Jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar: Arnfríður Mára og Eydís Lilja, Íþróttaformenn: Kjartan Helgason og Ragnar Dagur, Skemmtinefndarformenn: Heiðar Óli og Teitur Snær, Árshátíðarformenn: Þórkatla Loftsdóttir og Kolfinna Sjöfn, Tómstundarformaður: Ragnar Leó, Ritnefndarformaður: Katrín Ölversdóttir, Vef og markaðsfulltrúi: Hrafntinna Jónsdóttir


Við þökkum fyrri stjórn fyrir einstaklega vel unnin störf. Til fagnaðar nýrrar stjórnar var haldið ball og var það svo sannarlega eftirminnilegt og skemmtilegt. Gaman að segja frá því að okkar eigin nemendur úr fyrsta bekk stofnuðu hljómsveit að nafni Verndarar Lýðveldisins og létu ljós sitt skína á sviðinu með söng og hljóðfæra spili sem engum leiddist við. Að auki tóku þeir frumsamið lag eftir einn af hljómsveitarmeðlimunum sem snerti hjartarætur. Hljómsveitin Made In Sveitin kom á eftir þeim og hélt uppi fjörinu með skemmtilegum lögum sem allir nemendur tóku hoppandi kátir undir.


Svo var komið að dásamlegu heimavikunni okkar og hver og einn nemandi virtist sáttur með hana. Þá vorum við á fullu að undirbúa leikrit. Leikritið sem leikhópurinn okkar sýndi var Sódóma Reykjavík, leikstjórar og famkvæmendur leikritins voru þau Agnes Fríða og Ragnar Leó. Þessir afreks nemendur voru búnir að frumsemja handritið eftir myndinni Sódóma Reykjavík og koma þessu stórkoslega leikriti í framkvæmd. Við tókum svo á móti gestum með bros á vör.Tveim vikum seinna fékk hver árgangur sitt eigið bekkjarkvöld, það var svo sannarlega huggulegheit hjá okkur og eldaði Sveinn kokkurinn okkar dásamlegan mat fyrir hvern árgang. Síðan kom að Dagamunum og Dollanum, lof mér að segja ykkur frá því. Þvílíka úrvalið af námskeiðum og viðburðum sem hægt var að taka þátt í. Meðal annars var í boði að fara í klifur, hundaklapp, blöðrugerð, kennslu hjá Gumma Emil, hrútaþukl, LARP, Zumba og Bob Ross málun. Að auki kom Sigga Kling og var með peppandi kynningu fyrir okkur. Á Dollanum voru liðin í þrautakepninni skýrð í höfuð á dýrum þetta árið og voru það býflugurnar sem höfðu sigurinn. Eftir Dollann var komið að árshátíðinni og skutust allir í sitt fínasta púss. Mikael Kaaber var veislustjórinn okkar og sló í gegn, Svenni kokkurinn okkar útbjó glæsilega og gómsæta þriggja rétta máltíð og skemmtiatriðin voru stórfengleg. Hljómsveitin Stuðlabandið spilaði fyrir okkur eftirminnanlega takta sem fengu alla til að tjútta. Meira að segja Pálmi húsbóndinn okkar og Erla húsfreyja ákváðu að sína okkur taktana sína á dansgólfinu. Vikan eftir á var frekar slök í samanburði við þar síðustu viku. Íþróttaformennirnir okkar héldu bekkjarmót í blaki, sigurvegarar mótsins voru þriðji bekkurinn.
Við vorum búin að vera í fullum gangi að undirbúa æfingatónleika kórsins sem voru haldnir 28. mars í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Tónleikarnir gengu dásamlega og var boðið upp á kleinur og kaffi eftir sönginn. Þessir tónleikar voru undirbúningur fyrir Ítalíu ferðina sem kórinn okkar fór í 19-24 apríl, spennan rauk í loftinu skal ég segja ykkur. En tónleikar voru ekki það eina sem við krakkarnir vorum að brasa, stjórnin okkar hélt þemaball í Eyvindartungu og var það fjórða og seinasta ball skólaársins. Þemað í ár var disco og nemendur mættu svo sannarlega í sínu fínasta disco pússi. Hljómsveitin Koppafeiti spilaði fyrir okkur frábær disco lög sem fékk nemendur til að tjútta á dansgólfinu. Ballið gekk stórkostlega og skottuðust allir heim í páskafrí eftir það.Þann 19. Apríl fórum við í kórnum í ferð til Ítalíu. Við skelltum okkur í litla bæinn Bolzano í norður Ítalíu. Dagskráin veitti ekki vonbrigðum, við kíktum í þó nokkrar kirkjur og vorum ekki að spara sönginn í heimsóknum okkar í kirkjurnar. Tívolíið Gardaland var uppáhalds áfangastaður margra. Þar var farið í hvert einasta tæki og alls ekki sparað ferðirnar, sólin var svo góð að láta sjá sig og allir nutu hennar í botn. Við skelltum okkur í fjöllin í Bolzano og kíktum á herra hunang, þar fengu allir að splæsa í alls konar hunangs vörur líkt og sápur, krem, varasalva, handáburð og auðvitað hunang með alls konar bragðtegundum. Ég get líka lofað ykkur því að það var ekki pasta og pítsu skortur í mataræðinu okkar á Ítalíu. Þann 24. apríl var þessari stórskemmtilegu ferð okkar lokið.


Síðustu vikuna fyrir námsmatstíma héldum við upp á krafta keppni, þar sem sigurvegararnir voru þau Hákon Kári og Rannveig Arna, og við héldum líka vatnsslag. Hvað annað en ís kaldur vatnsslagur heldur manni ferskum og tilbúinn í slaginn á prófatíma? Við ætluðum heldur betur ekki að missa af Eurovision í þokkabót og skelltum útsendingunni uppá skjávarpa í einni stofunni okkar, gríðarlega spennandi skal ég segja ykkur. Elsku þriðji bekkurinn okkar hélt dimmisjó og fóru þau um allar trissur innan skólans í Pésa breiðnefs búningum. Þeirra verður sárt saknað og við hin erum glöð að þau skemmtu sér á seinasta skóladegi sínum. Við vildum þakka fyrir lesturinn með stuttri uppfærslu á félagslífinu í ML. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress og kát eftir sumarið.Umjsón - Katrín Ölvers og Hrafntinna Jóns42 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page